Fara í innihald

Bergkristall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bergkristall er kvarssteinn.

Bergkristall er kristallað afbrigði af kvarsi. Hann er litlaus, gegnsær og hefur oft vel formaða sexhliða pýramída í oddinn. Kristalsúlan oftast hvít- eða gráleit en oddurinn gegnsær. Stærðin er misjöfn, allt frá því að vera innan við mm og upp í tugi cm. Stærstu bergkristallar sem fundist hafa hérlendis eru 10-20 cm að lengd. Ametýst er litað afbrigði af bergkristal sem mikið er notað sem skrautsteinn og í skartgripi. Ametýst er sjaldgæft á Íslandi. Önnur litarafbrigði af bergkristal eru reykkvars og sítrín.

  • Efnasamsetning: SiO2
  • Kristalgerð: trígónal (hexagónal)
  • Harka: 7
  • Eðlisþyngd: 2,65
  • Kleyfni: engin

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Bergkristal má finna sem holufyllingu neðst í hraunlagastafla og sem sprungufylling í háhitakerfum. Finnst djúpt í rofnum megineldstöðvum og sem sprungufylling inni í og við jaðra á djúpbergsinnskotum. Bergkristall finnst víða um land en hann er þó mun algengari í hinum eldri hluta berglagastaflans en þeim yngri.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.