Sítrín
Útlit
Sítrín er kvarssteinn.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Sítrín er gulleitt afbrigði af kvarsi. Smágert og hálfgegnsætt á Íslandi. Liturinn er vegna járnhydroxíðs.
- Efnasamsetning: SiO2
- Kristalgerð: trígónal (hexagónal)
- Harka: 7
- Eðlisþyngd: 2,65
- Kleyfni: engin
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Mjög sjaldgæft en finnst sem holufylling í grennd við djúpbergsinnskot. Þegar það hitnar myndast ametýst gulleitt. Talið að sítrín fái gula litinn frá hitanum frá innskotum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2