Fara í innihald

Beitarfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beitarfiskur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Cichlidae
Ættkvísl: Oreochromis
Tegund:
O. niloticus

Tvínefni
Oreochromis niloticus
(Linnaeus, 1758)
O. niloticus niloticus

Beitarfiskur eða Borri einnig nefndur (Hekluborri) (fræðiheiti Oreochromis niloticus) er fiskur sem lifir í ferskvatni og er algengur sem eldisfiskur. Beitarfiskur hefur ekki verið lengi við Ísland en hann var fluttur til Íslands frá Kanada árið 2008. Kjörhitastig borrans í eldi er 27 °C og má hitastigið ekki fara undir 19 °C ef það gerist þá hættir hann að taka til sín fæðu og honum fer að hraka mjög hratt. Hann er þekktur fyrir að búa við fáa sjúkdóma og er harðgerður í eldi í samanburði við aðra eldisfiska. Fiskurinn deyr við hitastig undir 12 °C þannig að hann kemur aldrei til með að þrífast í íslenskri náttúru. Hann fjölgar sér allt árið um kring og nær sláturstærð á sex til átta mánuðum en til samanburðar má nefna að bleikja þarf um 20-24 mánuði í eldi.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.