Beitarfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beitarfiskur
Oreochromis-niloticus-Nairobi.JPG
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Cichlidae
Ættkvísl: Oreochromis
Tegund:
O. niloticus

Tvínefni
Oreochromis niloticus
(Linnaeus, 1758)
O. niloticus niloticus

Beitarfiskur eða Borri einnig nefndur (Hekluborri) (fræðiheiti Oreochromis niloticus) er fiskur sem lifir í ferskvatni og er algengur sem eldisfiskur. Beitarfiskur hefur ekki verið lengi við Ísland en hann var fluttur til Íslands frá Kanada árið 2008. Kjörhitastig borrans í eldi er 27 °C og má hitastigið ekki fara undir 19 °C ef það gerist þá hættir hann að taka til sín fæðu og honum fer að hraka mjög hratt. Hann er þekktur fyrir að búa við fáa sjúkdóma og er harðgerður í eldi í samanburði við aðra eldisfiska. Fiskurinn deyr við hitastig undir 12 °C þannig að hann kemur aldrei til með að þrífast í íslenskri náttúru. Hann fjölgar sér allt árið um kring og nær sláturstærð á sex til átta mánuðum en til samanburðar má nefna að bleikja[1] þarf um 20-24 mánuði í eldi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Bleikja“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið , 17. október 2017, sótt 14. febrúar 2020