Beck (sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Beck eru sænskir sakamálaþættir lauslega byggðir á persónum úr sögum Maj Sjöwall og Per Wahlöö um lögregluforingjann Martin Beck (leikinn af Peter Haber) og félaga hans í morðdeild sænsku ríkislögreglunnar. Sögusvið þáttanna er oftast Stokkhólmur. Líkt og bækurnar níu um Martin Beck eftir Sjöwall og Wahlöö ganga þættirnir út á lögreglurannsóknina og samskipti rannsakenda. Hver þáttur er um 90 mínútna langur. Þættirnir hófu göngu sína árið 1997 og fyrstu þáttaraðirnar voru gefnar út á VHS-spólum og DVD-diskum, en sumir þættir voru frumsýndir í kvikmyndahúsum. Síðustu þáttaraðir hafa verið frumsýndar á video on-demand-veitum og streymisveitunni C More. Árið 2023 voru þættirnir orðnir 50 í 9 þáttaröðum. Oft hafa nokkur ár liðið á milli þáttaraða.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.