Fara í innihald

Beatrice Potter Webb

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Beatrice Webb)

(Martha) Beatrice Potter Webb (22. janúar 1858 - 30. apríl 1943) var enskur rithöfundur, félagsfræðingur, hagfræðingur, sagnfræðingur og frumkvöðull í samfélagsrannsóknum og stefnumótun.[1]

Beatrice Potter fæddist þann 22.janúar árið 1858 í bænum Standish í Gloucestershire á Englandi og var hún yngst af níu dætra. Foreldrar Beatrice Potter voru efnafólk, faðir hennar, Richard Potter var kaupsýslumaður og móðir hennar, Laurencina Heyworth var dóttir kaupsýslumanns. Beatrice Potter ólst upp við mikil forréttindi og hafði strax frá unga aldri mikinn áhuga á félagsmálum [1]. Hún varð fyrir miklum áhrifum af hugsuðum eins og Karl Marx og George Bernard Shaw sem varð til þess að hún aðhylltist jafnaðarmennsku og kenningum hagfræðinnar. Haft var eftir Beatrice að faðir hennar, Richard Potter, væri “eini maðurinn sem ég hef nokkru sinni hitt sem trúði einlægt á það að konur væru æðri körlum.” [1]

Þetta var einlæg skoðun Richards Potter á konum og það þess vegna að hann sá til þess að dætur hans fengu góða bóklega menntun, sem var mun ítarlegri og en almennt var á þessum tíma. Af skrifum milli Beatrice og föður hennar að dæma að þá voru þau mjög náin og samband þeirra mjög óvenjulegt fyrir þennan tíma.[1] Vegna þessara skoðana Richards Potter og framkomu gagnvart dætrum sínum varð til þess að Beatrice var ekki með samskonar skoðanir á hlutverki kvenna á þessum tíma.

Beatrice giftist Sidney Webb árið 1892. Sidney Webb var breskur sósíalisti, hagfræðingur og umbótasinni og voru hjónin mjög samrýmd enda með sömu hugsjónir og var samstarf þeirra öflugt og framlög þeirra innan félagsfræðinnar og hagfræðinnar voru mikil [1]

Framlög til hagfræðinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Eitt af helstu framlögum Beatrice var hlutverk hennar í stofnun London School of Economics og þáttur hennar í stofnun jafnaðarfélagisins, Fabian Society. Sýn hennar var að London School of Economics væri miðstöð félagsrannsókna og menntunar sem myndi tengja saman fræðimenn, stefnumótendur og aðgerðarsinna sem myndu takast á við brýn mál á hverjum tíma. Hennar vinna við stofnun London School of Economics lagði grunninn að öflugu námi í félagsvísindum og hagfræði sem skólinn er þekktur fyrir í dag.[2] Beatrice lagði mikið af mörkum til hagfræði samvinnufélaga og samvinnufræða.

Frumkvöðull í samfélagsrannsóknum og stefnumótun

[breyta | breyta frumkóða]

Beatrice ásamt eiginmanni sínum Sidney Webb stundaði umfangsmiklar rannsóknir á vinnuskilyrðum og lífi verkalýðsins. Samstarf þeirra leiddi til áhrifamikilla rita eins og The History of Trade Unionism (1894) og Industrial Democracy (1897). Webb-hjónin voru talsmenn hægfara og hagnýtra umbóta og málsvarar fyrir stefnu sem myndi bæta líf launafólks.[1]

Beatrice bjó til hugtakið "kjarasamningur" (e. collective bargaining) en það vísar í samnings sem er gerður milli vinnuveitenda og starfsmanna um kaup og kjör í starfi gegnum stéttarfélög. Þetta á enn við í dag og er mikilvægt að kjarasamningur sé til staðar til að tryggja réttindi bæði atvinnurekendur og starfsmanna.[1]

Stjórnmálaþátttaka

[breyta | breyta frumkóða]

Áhugi Beatrice til að bæta félagslega velferð varð til þess að hún gegndi lykilhlutverki í myndun Fabian Society ásamt eiginmanni sínum Sidney Webb. Fabian Society eru sósíalísk samtök þar sem tilgangurinn er að ná fram félagslegum breytingum með hægfara og lýðræðislegum hætti. Meðlimir Fabian Society eru þekktir sem Fabians og var stefna þeirra að stuðla að alhliða heilbrigðisþjónustu, lágmarkslaunum og félagslegu öryggisnet. Áhrif Beatrice á hugmyndafræði og nálgun Fabian Society voru mikil og mótaði það stefnu breskrar félagsmálastefnu í áratugi.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 „Webb [née Potter], (Martha) Beatrice (1858–1943), social reformer and diarist“. Oxford Dictionary of National Biography (enska). doi:10.1093/ref:odnb/9780198614128.001.0001/odnb-9780198614128-e-36799. Sótt 5. september 2023.
  2. „Sidney and Beatrice Webb | British Socialists & Economists | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 5. september 2023.