Barcelona World Race

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Frá startinu 31. desember 2010.

Barcelona World Race er siglingakeppni umhverfis jörðina án áningar fyrir tveggja manna áhafnir. Keppnin hefst og endar í Barselóna og fylgir klipparaleiðinni suður fyrir Afríku, austur eftir Indlandshafi, fyrir Ástralíu og Nýja Sjáland eftir Suður-Kyrrahafi og fyrir Suður-Ameríku.

Keppnin var fyrst haldin 2008 og 2009 þar sem níu skútur þreyttu keppni. Sigurvegarar voru franski siglingamaðurinn Jean-Pierre Dick og írski siglingamaðurinn Damian Foxall. Önnur útgáfa keppninnar hófst 31. desember 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist