Barð (Fljótum)

Hnit: 66°02′52″N 19°07′0″V / 66.04778°N 19.11667°V / 66.04778; -19.11667
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

66°02′52″N 19°07′0″V / 66.04778°N 19.11667°V / 66.04778; -19.11667

Barði í Fljótum.

Barð er bær og kirkjustaður í Fljótum í Skagafirði. Bærinn stendur undir svipmiklu fjalli sem nefnist Barð(ið) og snýr hvassri egg í átt til sjávar. Barð var stórbýli með mörgum hjáleigum og þar bjó fyrr á öldum höfðingjaætt sem nefnd var Barðverjar. Jörðin var prestssetur frá fornu fari en það var lagt af 1970 og kirkjunni þjónað frá Hofsósi. Núverendi kirkja var reist árið 1889 og er friðuð.

Jarðhiti er á Barði og í gömlum heimildum er minnst á Barðslaug; þar var til dæmis prestur nokkur drepinn árið 1252. Þar var síðar gerð sundlaug og enn seinna var byggður heimavistarskóli við laugina, Sólgarðar. Þar er nú útibú frá Grunnskólanum austan Vatna.

Á meðal merkra ábúenda á Barði má nefna séra Jón Norðmann (1820-1877) sem skrifaði handritið Allrahanda sem er varðveitt á Landsbókasafni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]