Fara í innihald

Bank of China Tower

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bank of China Tower í Hong Kong.

Bank of China Tower er eitt af auðþekkjanlegustu kennileitum í miðbæ Hong Kong. Í byggingunni má finna bankann sjálfan, Bank of China Limited.

Bank of China Tower er 315 metrar að hæð og er með tvö möstur sem ná upp í 369 metra hvort. Byggingin, sem er 70 hæðir, var byggð árið 1989. Þetta var hæsta byggingin í Hong Kong og Asíu frá 1989 til ársins 1992 og hæsta bygging í heimi utan Bandaríkjanna. Núna er hún þriðja hæsta byggingin í Hong Kong á eftir Two International Finance Center og Central Plaza.

Tjáning byggingarinnar var hugsuð sem vaxandi bambus sem táknar lifibrauð og velgengni. Öll byggingin hvílir á 5 járnsúlum sem eru í hornum hennar. Hefur djarft útlit hennar valdið stuðningsaðilum Feng Shui miklum vonbrigðum. Þeir hafa gagnrýnt þessa byggingu mjög en af öðrum er hún kölluð meistaraverk.

Meistaraverk þetta hefur unnið til margra verðlauna, bæði á heimsvísu og heima fyrir. Sem dæmi má nefna verðlaun sem voru veitt árið 2002 fyrir yfirburða hönnun (excellence award), af Hong Kong Building Environmental Assessment Method. Árið 1999 fékk byggingin verðlaun fyrir að vera eitt af tíu bestu arkitektúrum í Hong Kong, HKIA, árið 1992 fékk hún Marmaraarkitekúr verðlaunin, árið 1991 AIA Reynolds Memorial verðlaunin, árið 1989 verðlaun fyrir frábæra verkfræði, ACEC og sama ár fékk hún viðurkenningu fyrir frábæra verkfræði, NYACE o.s. frv.