Fara í innihald

Bangsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bangsund
Bangsund 1957

Bangsund er þéttbýli  i Namsos sveitarfélaginu í Þrændalögum í Noregi. Í byggð eru 877 íbúar (2022).  Byggðin er staðsett meðfram Fv17, 12 km suður af Namsos miðbæ. Bongna áin rennur til sjávar við Bangsund.  

Bangsund var stjórnsýslumiðstöð Klinga sveitarfélags, sem var sameinað sveitarfélaginu Namsos frá 1. janúar 1964.

Klingakirkja

Bangsundsskóli er sameinaður grunn- og framhaldsskóli með vel yfir 200 nemendur. Í Bangsund er einnig einkarekinn útileikskóli á Flök, opinber leikskóli, húsnæðis- og þjónustumiðstöð, verslunarmiðstöð, bílaverkstæði/bensínstöð, smábátahöfn, knattspyrnuvöllur og ungmennafélag.  

Klingakirkja er langkirkja frá 1866. Byggingin er úr timbri og rúmar 270 sæti.