Fara í innihald

Bandidas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandidas
LeikstjóriJoachim Rønning
Espen Sandberg
HandritshöfundurLuc Besson
Robert Mark Kamen
FramleiðandiLuc Besson
LeikararPenélope Cruz
Salma Hayek
Steve Zahn
Sam Shepard
Dwight Yoakam
Ismael 'East' Carlo
FrumsýningFáni Bandaríkjana 3. febrúar 2006
Lengd93 mín.
Tungumálenska
spænska
franska
Ráðstöfunarfé35,000,000 $

Bandidas er gaman-vestri frá árinu 2006 með Penélope Cruz og Sölmu Hayek í aðalhlutverkum. Hún segir sögu tveggja mjög ólíkra kvenna um aldarmótin 1900 í Mexíkó sem gerast bankaræningjar til þess að berjast við miskunnarlausan bankamann sem er að eyðileggja litla bæinn þeirra. Þetta er fyrsta myndin sem Penélope og Salma léku saman í. Myndin var tekin upp í Frakklandi, Bandaríkjunum og Mexíkó. Þrátt fyrir dræmar viðtökur fékk hún athygli út á aðalleikkonurnar.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Myndin segir sögu Maríu Álvarez og Söru Sandoval. María er fátæk sveitastelpa og er ástríkur faðir hennar neyddur af landinu sínu af vonda bandaríska baróninum, Tyler Jackson. Sara er auðug dóttir hrokafulls eignaeiganda (á meðal annars bankann) og hefur nýlega snúið aftur frá Evrópu þar sem hún gekk í skóla. Í einu vetfangi, hafa feður Maríu og Söru orðið fyrir árás barónsins (faðir Söru er myrtur, faðir Maríu er skotinn en lifir af) sem gefur honum mikið vald á svæðinu. Til þess að hefna sín, gerast María og Sara bankaræningjar, stela og skila aftur til fátæku Mexíkananna sem hafa misst landskikana sína.

Í fyrstu tala þær mikið og fara auðveldlega að rífast yfir litlum hlutum, en undir leiðsögn fræga banaræningjans Bill Buck, læra þær að treysta hvor annarri. María reynist vera frábær skytta á meðan Sara getur varla haldið á byssu, sýnir hún frábæra kunnáttu í að kasta hnífum!

Reiður eftir að Stigakonurnar (e. Bandidas) hafa rænt nokkra af bönkunum ræður Jackson glæpasérfræðinginn Quentin Cooke, frá New York. Það líður ekki á löngu þar til Sara og María frétta af honum og þær ræna Cook fljótlega og sannfæra hann um að hjálpa þeim. Hann hefur komist að því að faðir Söru var myrtur og gerir sér grein fyrir því að vinnuveitandinn hans er glæpamaðurinn.

Núna eru þrír ræningjar, og spilar hver hlutverk sitt stærra og áhrifameira en áður. Þegar fram líða stundir fara stúlkurnar að keppa um hylli Quentins en þá segir hann þeim að hann sé trúlofaður. Jackson ætlar sér að gera þá peninga sem þær hafa stolið verðlausa, með því að færa gullið sem táknar peningana með lest að bandarískum landamærum. Á miðri leið ákveður hann að stela gullinu og svíkja mexíkósku ríkisstjórnina. Stigakonunum tekst að finna hann en þegar þær fá tækifærið til að drepa hann, geta þær það ekki, þeim finnst að það geri þær ekkert betri en hann. Jackson tekst að draga upp byssuna og nær næstum því að skjóta Maríu en Sara skýtur fyrst. Í lokin endar Quentin með unnustunni sinni og María og Sara halda inn í sólsetrið, með augastað á Evrópu og hvernig bankarnir þar eru, samkvæmt Söru, stærri

Leikaralið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Penélope Cruz ... María Álvarez
  • Salma Hayek ... Sara Sandoval
  • Steve Zahn ... Quentin Cooke
  • Dwight Yoakam ... Tyler Jackson
  • José María Negri ... Padre Pablo
  • Audra Blaser ... Clarissa Ashe
  • Sam Shepard ... Bill Buck
  • Ismael 'East' Carlo ... Don Diego Sandoval

Fyrirmynd greinarinnar var „Bandidas“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt desember 2009.