Fara í innihald

Baja California-skagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Baja-Kaliforníu-skagi)
Gervihnattarmynd.

Baja California-skagi er skagi í norðvestur-Mexíkó. Lengd hans er 1.247 km og flatarmál 143.390 km2 sem er nálægt stærð Nepals. Skaginn skilur Kaliforníuflóa frá Kyrrahafi. Eldfjöll eru á skaganum og er hæsti tindur 2090 metra hár. Loftslag er þurrt.

Íbúar skagans eru rúmar 4 milljónir og skiptist hann í tvö fylki. Baja California er í norðri með Mexicali sem höfuðborg og stærstu borg. Baja California Sur er syðra fylkið með La Paz sem höfuðborg.