Baðmullarverksmiðja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning úr baðmullarverksmiðju í Manchester.

Baðmullarverksmiðja er hús þar sem band er spunnið eða efni ofin úr baðmull. Á tímum Iðnbyltingarinnar voru baðmullarverksmiðjur mikilvægur þáttur í verksmiðjuþróun. Flestar slíkar verksmiðjur voru reistar á árunum 1775 til 1930.

Flestar af fyrstu baðmullarverksmiðjunum voru reistar í sveitum við straumharðar ár og voru vatnshjól notuð til að knýja vélar verksmiðjunnar. Gufuvél sem Boulton and Watt þróuðu leiddi til þess að eftir 1781 var farið að byggja stærri, gufuknúnar verksmiðjur sem voru staðsettar í iðnaðarborgum. Árið 1802 voru yfir 50 baðmullarverksmiðjur í Manchester og Salford.