Bæjarins beztu pylsur
Útlit
Bæjarins beztu pylsur eða einfaldlega Bæjarins beztu er pylsuvagn í miðbæ Reykjavíkur, Hafnarstræti 17. Bæjarins beztu hafa einnig verið eftirsóttar af þeim sem sækja borgina heim og meðal þeirra sem þar hafa stýft pylsu úr hnefa er til dæmis Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og hljómsveitin Metallica. Bæjarins beztu lentu á lista breska blaðsins The Guardian yfir bestu sölustanda skyndimats í Evrópu árið 2006 og lenti þar í öðru sæti. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrautastandur. Bæjarins bestu var stofnað árið 1937.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Bæjarins beztu pylsna Geymt 6 desember 2009 í Wayback Machine