Bæjargil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bæjargil

Bæjargil er að finna fyrir ofan bæjarstæði á Húsafelli. Gilið er vítt og djúpt og skilur þar á milli Bæjarfells og útfjallsins. Innarlega í gilinu er hár foss og þar í hlíðunum er að finna auðunnið og sérstætt rauðleitt og bláleitt grjót sem ábúendur Húsafells, þar á meðal myndlistamaðurinn Páll Guðmundsson, hafa unnið úr legsteina og aðra steingripi. Fært er úr gilinu upp við fossinn og að baki hans er tveir aðrir háir en vatnslitlir fossar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.