Fara í innihald

Bæjarbardagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bæjarbardagi var bardagi sem háður var á í Bæjarsveit í Borgarfirði 28. apríl 1237.

Sturla Sighvatsson hafði hrakið Snorra Sturluson frænda sinn frá Reykholti árið áður og Þorleifur Þórðarson í Görðum á Akranesi, frændi beggja (faðir hans, Þórður Böðvarsson í Görðum var bróðir Guðnýjar, móður Snorra og ömmu Sturlu) taldi Sturlu þrengja að sér og vera orðinn of gráðugan til valda. Snorri og Þorleifur söfnuðu því 400 manna liði vorið 1237 og stefndu því til Borgarfjarðar en Sturla frétti af því og kom með fjölmennara lið. Snorra leist ekki á og hvarf á brott en Þorleifur fór heim að Bæ með liðið og bjóst til varnar.

Bæjarbardagi var harður og mikið um grjótkast. Þetta var einn af mannskæðustu bardögum Sturlungaaldar, þar féllu 29 menn úr liði Þorleifs og margir særðust en aðeins þrír féllu úr liði Sturlu. Þorleifur komst sjálfur í Bæjarkirkju ásamt Ólafi hvítaskáldi og fleirum og fengu þeir allir grið en þurftu að fara í útlegð næstu árin.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.