Axel Heide
Útlit
Axel Heide (19. mars 1861 – 3. október 1915) var danskur fjármálamaður. Hann var bankastjóri við Privatbanken í Kaupmannahöfn. Hann gaf tvær myndastyttur í Kaupmannahöfn, aðra af skáldinu Adam Oehlenschläger, en hina af Absaloni biskupi og fékk fyrir það konferenzráðsnafnbót. Hann var í stjórn Austurasíufélagsins ØK. Axel Heide tapaði fé og áhrifum í kjölfar Alberti-hneyksisins en upp komst að fyrrum Íslandsráðherrann Alberti hafði um skeið stundað gríðarlega umfangsmikinn fjárdrátt og skjalafals.