Fara í innihald

Auðgað úran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auðgað úran er úran með hækkað hlutfall af U-235. Náttúrulegt úran er blanda af U-238 (~99,3%), U-235 (~0,7%) og U-234 í snefilmagni. Allar samsæturnar hafa 92 róteindir í kjarna en U-238 hefur 146 nifteindir, U-235 hefur 143 og U-234 142. Af þessum samsætum er U-235 gjarnast á að klofna. Við það leysist mikil orka úr læðingi, sem hægt er að nýta til dæmis til rafmagnsframleiðslu í þar til gerðum kjarnorkuverum. Þess vegna leitast menn við að hækka hlutfall þess með því að aðskilja samsæturnar. Auðgað úran inniheldur nálægt 5% af U-235 og því um það bil 95% af U-238.

Auðgað úran er einnig notað við framleiðslu kjarnorkusprengju, en þá er hlutfall U-235 miklu hærra, um 85% eða meira.

Efnisleifarnar sem eftir standa, þegar búið er að fjarlægja auðgað úran, nefnist rýrt úran og er notað í skotfæri, sprengjuodda og brynvörn skriðdreka.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Hvað er að auðga úran?“. Vísindavefurinn.
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.