Rýrt úran
Rýrt úran (einnig nefnt skert úran eða sneytt úran) kallast úran sem samanstendur aðallega af samsætunni úran-238 (U-238). Úran sem finnst í náttúrunni inniheldur um 99,27 prósent af úran-238, 0,72% af úran-235 og 0,0055% af úran-234, en úran telst rýrt þegar samsætan úran-235 hefur verið tekið skilið frá úraninu-238 til að búa til auðgað úran. Í kjarnorkuiðnaði er blöndu samsætanna úran-238, úran-235 og úran-234 breytt og búið til auðgað úran sem er auðugra af úran-235 því þannig blanda hentar betur fyrir flesta kjarnorkuofna og kjarnorkuvopn. Sú blanda sem eftir verður er þá rýrt eða skert úran.
Rýrt úran sendir minna af geislum frá sér en náttúrulegt úran.
Notkun skerts úrans í hernaði
[breyta | breyta frumkóða]Á síðustu árum hafa vaknað grunsemdir um að geislavirkt efni úr sprengjum og byssukúlum úr skertu úrani hafi valdið dauða, veikindum og fósturskaða á stríðssvæðum.
Að minnsta kosti 40 ítalskir hermenn létust og milli 500 - 600 veiktust eftir að komast í snertingu við geislavirkt efni úr úransprengjum í Bosníu og Kosovo en Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum með skertu úrani á Bosníu árið 1995 og Kosovo 1999 og unnu ítölsku hermennirnir við að hreinsa upp eftir þessar sprengjur.[1]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fréttir Rúv 20.01.2007 16:05