Austurnorræn tungumál
Útlit
(Endurbeint frá Austur-norræna)
Austurnorræn mál eru danska og sænska. Málsögulega eru gotlenska og skánska einnig sjálfstæð tungumál en hafa á síðustu öldum talist mállýskur í sænsku.
Taka skal fram að ýmsar svæðis- og stéttarmállýskur í Noregi, þar með talið bókmálið og ríkismálið hafa talist bæði til austur- og vesturnorrænna mála. Í héruðunum Bohuslän og Jamtlandi, sem tilheyrt hafa Svíþjóð síðan á 17. öld, finnast einnig mállýskur sem náskyldar eru norsku.