Fara í innihald

Austræn heimspeki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Austræn heimspeki getur átt við sérhverja heimspeki sem upprunnin er í Indlandi, Kína, Japan, Kóreu og að einhverju leyti í Íran (Persíu).

Deila má um notagildi þess að skipta heimspekinni í vestræna heimspeki og aðra heimspeki fremur en að álíta heimspekina vera hina sömu alls staðar. Aftur á móti eru mikilvægar hefðir í heimspeki sem eru skýrt afmarkaðar bæði sögulega og landfræðilega.

Í fræðilegri orðræðu á vesturlöndum vísar orðið „heimspeki“ oftast til þeirrar heimspekihefðar sem hófst í Grikklandi hinu forna og á sér órofa sögu á vesturlöndum frá fornöld til nútímans. Austræn heimspeki hefur ekki notið jafnmikillar athygli í vestrænum háskólum.