Aukasól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Aukasól á Suðurpólnum; skyggt er á alvöru sólina

Aukasól er ljósfyrirbæri, sem myndast við ljósbrot sólargeisla í ískristöllum í grábliku, gjarnan með rosabaugi. Aukasól, sem sést vestan við sólu nefnist gíll, en úlfur sú sem sést austan við. Ef gíll og úlfur sjást samtímis er sólin sögð í úlfakreppu. Munnmæli um veður segja að ekki sé gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni (og í fullu vestri sé).