Arturo Pérez-Reverte
Útlit
Arturo Pérez-Reverte Gutiérrez (f. 25. nóvember 1951) er spænskur rithöfundur og blaðamaður sem er aðallega þekktur fyrir sögulegar skáldsögur á borð við bækurnar um Alatriste höfuðsmann, og spennusögur eins og Dumasarfélagið (El club Dumas o la sombra de Richelieu) og Refskák eða bríkin frá Flandri (La tabla de Flandes) sem gerast á Spáni eða við Miðjarðarhafið.
Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hans. Þær þekktustu eru líklega Níunda hliðið eftir Roman Polanski (1999) og Alatriste eftir Agustín Díaz Yanes (2006).