Arnarker
Útlit
Arnarker er hellir í Sveitarfélaginu Ölfus. Hellirinn myndaðist við hraunrás í Leitarhrauni og er yfir 500 metra langur. Þak hellisins hefur hrunið á einum stað og þar er hægt að komast inn í hellinn með stiga sem reystur hefur verið. Oft eru fallegar ísmyndanir í hellinum sem verða allt að þrír metrar á hæð.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Arnarker á Ölfus.is