Arch Linux
Útlit
![]() | |
![]() Skjámynd af skjáborði Arch Linux | |
Útgefandi | Levente Polyak |
Fjölskylda | Linux (Unix-legt) |
Kjarni | Linuxkjarninn |
Vefsíða | archlinux |
Arch Linux er dreifingarútgáfa af Linux-stýrikerfinu fyrir tölvur sem var upphaflega hönnuð fyrir x86-örgjörva, eins og IA-32 og x86-64. Útgáfan er að mestu gerð úr frjálsum og opnum hugbúnaði og í kringum hana er virkt notendasamfélag. Arch Linux er textamiðað stýrikerfi sem þýðir að því er aðallega stjórnað með því að slá inn skipanir í skipanalínu. Það er hannað svo það sé einfalt í uppsetningu og þægilegt í notkun þegar það er komið í gang. Það byggir á svokallaðri KISS-hönnun („Keep it Simple, Stupid“) en hugmyndin á bak við hana er að hafa hluti eins einfalda og hægt er. Arch notar Pacman-pakkakerfið.