Apolloníos frá Perga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Appolonius frá Perga)

Apolloníos frá Perga (um 262 f.Kr190 f.Kr.) var grískur stærðfræðingur. Hann skrifaði rit um keilusnið (sporbaug, fleygboga og breiðboga), sem allt fram á 20. öld var merkasta rit allra tíma um það efni. Hann gerði ráð fyrir að pláneturnar hreyfðust í sporbaug eða hjámiðjuhring um sólu, þótt það væri fyrst með Isaac Newton á 17. öld, sem það var sannað að brautin væri sporbaugslaga.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hver var Apollóníos frá Perga og hvert var framlag hans til vísindanna?“. Vísindavefurinn.
  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.