Apolloníos frá Ródos
Útlit
Apolloníos frá Ródos (gríska: Ἀπολλώνιος Ῥόδιος Apollṓnios Rhódios) var bókavörður í bókasafninu í Alaxandríu. Hann er þekktastur fyrir söguljóð sitt Argóarkviðu (Argonautica), sem segir af Jasoni og Argóarförunum og leiðangri þeirra að Gullna reyfinu, og er eitt af helstu verkum klassískra söguljóða. Apolloníos var ekki frá Ródos, heldur bjó þar hluta af ævinni og kenndi sig eftir það við eyjuna.
Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.