Fara í innihald

Antananarívó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Antananarivo)
Antananarívó
Antananarívó er staðsett á Madagaskar
Antananarívó

18°56′S 47°31′A / 18.933°S 47.517°A / -18.933; 47.517

Land Madagaskar
Íbúafjöldi 1391506
Flatarmál
Póstnúmer
Vefsíða sveitarfélagsins http://www.antananarivo.mg/

Antananarívó (áður ritað Tananarive) er höfuðborg Madagaskar. Hún er einnig stærsta og mikilvægasta borg landsins. Um 1,3 milljónir manna búa í borginni (2013). Borgin er staðsett í Antananarívó-héraði, nokkurn veginn í miðju landsins. Í borginni eru meðal annars framleidd matvæli, sígarettur og vefnaðarvörur.


Antananarívó þýðir "borg hinna þúsund" (arivo þýðir þúsund).

Antananarivo var upprunalega staðsetning bæjar sem kallaðist Analamanga sem þýðir "blár skógur" í miðhálendismállýsku malagasí tungumálsins.

Analamanga var stofnað af fólki af ættbálki Vazimba, fyrstu íbúa eyjarinnar. Merína ættbálkurinn sem flutti sig til þessa staðar frá ströndinni suðaustast hertók borgina og gerði að höfuðborg sinni. Samkvæmt munnmælasögum notaðist Andrianjaka (1612–1630), konungur merína þjóðflokksins við 1 000 manna herlið til að leggja undir sig borgina og til að halda vörð um hana.


  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.