Fara í innihald

Anathema

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anathema (2007).
Stephen Hawking og Anathema (2016).
Lee Douglas (2013).

Anathema var ensk hljómsveit frá Liverpool sem stofnuð var árið 1990. Bræðurnir Daniel, Jamie og Vincent Cavanagh voru meðal stofnmeðlima. Hljómsveitin spilaði fyrst um sinn dómsdagsmálm og fóru þeir í sitt fyrsta tónleikaferðalag með dauðarokksbandinu Cannibal Corpse. Með tímanum þróaðist tónlistin í gotneskt þungarokk á seinni hluta 10. áratugar 20. aldar. Eftir aldamót varð tónlistin léttari og meira í átt við framsækið rokk og tilraunkennt rokk og voru áhrif frá Pink Floyd, Jeff Buckley og að einhverju leyti Radiohead.

Sveitin bætti við sig kvensöngkonu árið 2010, Lee Douglas, sem er systir John Douglas, trommara og hljómborðleikara.

Árið 2016 kom Anathema fram á sviði með Stephen Hawking á tónleikahátíð þar sem ábreiða af Pink Floyd-laginu Keep Talking var flutt en upptaka af Hawking var í upprunalega laginu.

Árið 2020 ákvað sveitin að hætta vegna erfiðleika tengdum Covid-19-faraldrinum. Daniel Cavanagh hélt þó áfram ásamt John Douglas trommara að spila tónlist sveitarinnar í verkefninu Weather Systems sem er skírskotun í plötu Anathema.

Meðlimir árið 2020[breyta | breyta frumkóða]

 • Lee Douglas – söngur (2010–2020)
 • Daniel Cavanagh – gítar (1990–2020)
 • Vincent Cavanagh – gítar (1990–2020), söngur (1995–2020)
 • Duncan Patterson – bassi (1991–1998, 2018–2020)
 • John Douglas – trommur (1990–1997, 1998–2020), hljómborð (2011–2020)
 • Daniel Cardoso – trommur, hljómborð (2011–2020)

Fyrrum meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Jamie Cavanagh – bassi (1990–1991, 2002–2018)
 • Darren White – söngur (1990–1995)
 • Shaun Steels – trommur (1997–1998)
 • Dave Pybus – bassi (1998–2001)
 • Les Smith – hljómborð (2000–2011)

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Serenades (1993)
 • The Silent Enigma (1995)
 • Eternity (1996)
 • Alternative 4 (1998)
 • Judgement (1999)
 • A Fine Day to Exit (2001)
 • A Natural Disaster (2003)
 • We're Here Because We're Here (2010)
 • Weather Systems (2012)
 • Distant Satellites (2014)
 • The Optimist (2017)