Amtmannsstígur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Amtmannsstígur er gata í Reykjavík. Hún liggur frá LækjargötuIngólfsstræti. Tvær götur koma þvert á Amtmannsstígin en það eru Skólastræti sem liggur frá Bankastræti og endar við götuna og Þingholtsstræti sem þverar hana. Gatan er um það bil 150 metrar, liggur frá vestri til austurs og hækkar mót austri.

Nafn götunnar á rætur sínar að rekja til þess að amtmaður á 19. öldinni reisti sér hús sem stóð við austurenda götunnar; Amtmannshúsið. Bergur Thorberg amtmaður bjó í Amtmannshúsinu að Ingólfsstræti 9. Húsið var rifið vegna þess að til stóð að byggja hraðbraut en af því varð ekki. Við götuna standa fá íbúðahús sem og tvö hús Menntaskólans í Reykjavík og er annað þeirra kallað eftir götunni í daglegu tali nemenda.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]