Fara í innihald

Marflær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Amphipoda)
Marflær
Hyperia macrocephala
Hyperia macrocephala
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Yfirættbálkur: Peracarida
Ættbálkur: Amphipoda
Latreille, 1816
Undirættbálkar

Marflær (fræðiheiti: Amphipoda) eru ættbálkur lítilla krabbadýra sem lifa aðallega í sjó. Ættbálkurinn Amphipoda er af undirflokki stórkrabba. Marflær hafa liðskiptan líkama en enga skel, eru oftast brúnleitar að lit og misstórar eða 1 til 340 millimetrar að lengd. Útlit og stærð er mismunandi eftir tegundum og endurspegla gjarnan búsvæði viðkomandi hóps. Heitið Amphipoda mætti þýða sem mismunafætlur þar sem fætur marflóarinnar eru með mismunandi form. Forskeytið amphi- er komið úr grísku og þýðir „mismunandi“ en poda er komið úr latínu og þýðir „fætur“.

Á Íslandi hafa marflær aðallega verið tengdar við hafið en þær eru mjög algengar í fjörum um allt land og er heiti þeirra þannig tilkomið þar sem forskeitið „mar-“ vísar til hafsins. Um aldamótin síðustu uppgötvuðust hins vegar tvær tegundir af marflóm í grunnvatni á Íslandi þannig þær eru ekki eingöngu bundnar við sjóinn þar frekar en annars staðar í heiminum. Þessar tegundir eru íslandsmarfló (Crangonyx islandicus) og þingvallamarfló (Crymostygius thingvallensis) og fundust þær í lindaruppsprettum við Þingvallavatn.

Líkami marflóa skiptist í 13 hluta sem hægt er að flokka frá höfði, brjósti og að kvið. Höfuðið rennur saman við brjóstkassa og ber tvö pör af skynfærum og par af samsettum augum. Einnig hefur marflóin munn en hann er mestu leyti falinn.

Brjóst og kviður er yfirleitt mjög áberandi en marflóin hefur mismunandi fætur, sem eru oftast lárétt og liggja þétt að líkamanum þar sem engin skel er. Brjóstkassinn ber átta pör af af útlimum, fyrstu útlimirnir eru við munnopið og hjálpa til við fæðunám. Næstu 4 pör eru notuð til að beina marflónni áfram og síðustu 3 pörin eru til þess að beina henni aftur á bak. Á brjóstholi eru tálkn og þar er opið blóðrásarkerfi að hjartanu. Tálkn eru til staðar á brjóstholi og er súrefnið borið um líkamann með rauðkornavefjum. Upptaka seltu er stýrð af sérstökum kirtlum á skynfærum þeirra. Kviðnum er skipt í tvo hluta, annars vegar þar sem sundfæturnir eru og hins vegar halasvæði.

Stærð marflóa er yfirleitt minna en 10 mm að lengd. Lengsta lifandi marflóin sem hefur verið skráð voru 280 mm og fannst hún mynduð á 5300 m dýpi í Kyrrahafi. Sýni frá Atlandshafi sem var 340 mm að lengd hefur verið skráð frá sömu tegund Alicella gigantea. Minnsta marfló sem er vitað um er minni en 1 mm að lengd. Stærðin takmarkast af skorti af uppleystu súrefni og fer því stærð eftir hvaða hæð marflóin lifir í.

Fæðuvistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Marflær eru mikilvægur hluti vistkerfisins í bæði sjó og ferskvatni. Þær nærast á ýmsu, svo sem rotnand leifum dýra, þörunga og plantna. Í ferskvatni og sjó hjálpa þær til við að brjóta niður lífræn efni. Þá eru þær mikilvæg fæða nytjafisk eins og þorsk og ýsu.(Hafrannsóknarstofnun, e.d).

Flestar marflær búa í fjörum undir steinum eða í sjávarþangi. Marflóin finnst á öllum hafsvæðum frá grunnævi og niður á jafnvel dýpstu hafsvæði. Einnig má finna þær í ferskvatni og á þurrlendi.

Marflær er nokkuð tegundaríkur ættbálkur með 9.598 tegundir.

Árið 2013 þróuðu Lowry og Myer nýja flokkun. Áður var ættbálkurinn flokkaður niður í Gammaridea, Caprelloidea, Hyperiidea og Ingolfiellidea. Nú er talið að Senticaudata sé sérstakur undirflokkur en áður fyrr var hann talinn undir flokknum Gammaridea. Caprelloidea sem áður var talinn undirflokkur er nú flokkaður undir Senticaudata sem er talinn stærsti flokkurinn (Horton, T.; Lowry, J. & De Broyer, C, 2013).

Nú eru flokkarnir:

[breyta | breyta frumkóða]