Fara í innihald

Ampahóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ampahóll er hóll við Tjaldvatn í Veiðivötnum. Arnbjörn Guðbrandsson (Ampi) hugðist efna þar til búskapar árið 1880. Gróf hann innan hólinn til bústaðar og sjást enn ummerki þess. Arnbjörn flutti þangað með konu sína en búskapurinn stóð einungis frá miðsumri til fyrstu veturnótta. Hjónin voru þá orðin mjög aðþrengd af kulda og fæðuskorti og komin með skyrbjúg. Við Arnbjörn er einnig kenndur Ampapollur, smávatn vestur undir Vatnakvísl. Reið hann út í það á fylfullri hryssu til að elta uppi álftir. Hryssan sprakk á sundinu en Arnbjörn hélt sér í faxið uns skrokkurinn bar hann að landi.