Amerigo Vespucci
Útlit
Amerigo Vespucci (9. mars 1454 – 22. febrúar 1512) var ítalskur landkönnuður og kortagerðarmaður frá Flórens. Talið er að heimsálfan Ameríka dragi nafn sitt af honum. Vespucci tók þátt í nokkrum portúgölskum leiðöngrum til Suður-Ameríku á árunum 1499 til 1502. Nokkrar frásagnir af þessum leiðöngrum sem voru eignaðar honum komu út á prenti milli 1502 og 1504 og leiddu til þess að þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemüller kaus að nefna álfuna eftir honum, án þess að Vespucci sjálfur hefði hugmynd um það.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Amerigo Vespucci.