American Basketball League (1996–1998)
American Basketball League, skamstafað ABL, var bandarísk atvinnumannadeild kvenna í körfuknattleik sem stofnuð var árið 1995. Á sama tíma og deildin var stofnuð, var NBA-deildin að undirbúa stofnun Women's National Basketball Association (WNBA). ABL hóf leik haustið 1996, á meðan WNBA lék sinn fyrsta leik í júni 1997. Báðar deildirnar voru stofnaðar í kjölfar mikils áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum eftir að bandaríska háskólaliðið Connecticut Huskies fór taplaust í 35 leikjum í gegnum 1994–1995 tímabilið[1] ásamt því að bandaríska kvennalandsliðið vann gull á Sumarólympíuleikunum 1996.
ABL hélt úti í tvö og hálft tímabil áður en deildin varð undir í samkeppninni við WNBA. Atlanta Glory og Long Beach Stingrays duttu út við upphaf tímabilsins 1998–99 en í staðinn bættust við Chicago Condors og Nashville Noise. Þann 22. desember 1998, næstum án viðvörunar, lýsti deildin yfir gjaldþroti. Á þeim tímapunkti hafi vvert lið hafði spilað á milli 12 og 15 leiki á 1998-99 tímabilinu.[2][3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Brendan Prunty. „The 1995 Connecticut Huskies: The Team That Made Women's Basketball“. The Big Lead. Sótt 17. apríl 2016.
- ↑ „Women's ABL Declares Bankruptcys“. www.cbsnews.com (enska). 22. desember 1998. Sótt 10. nóvember 2024.
- ↑ Lena Williams (2. apríl 1999). „Former Team Official Recounts the A.B.L.'s Dizzying Descent“ (enska). New York Times. Sótt 10. nóvember 2024.