Alvíssmál (tímarit)
Útlit
Alvíssmál er tímarit, sem gefið er út í Berlín í Þýskalandi, og fjallar um rannsóknir á menningu Norðurlanda á miðöldum. Meginhluti efnisins fjallar á einhvern hátt um íslenskar fornbókmenntir og fornmenningu.
Fyrsta heftið kom út árið 1992, og hafa nú komið út tólf hefti (2011). Í tímaritinu birtast fræðigreinar, ritdómar og fréttir af ráðstefnum og öðrum atburðum í fræðunum.
Flestar greinarnar eru á þýsku, en einnig hafa birst greinar á öðrum tungumálum, svo sem ensku og Norðurlandamálum.