Altarisganga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Martin Luther frá 1561 sem sýnir kirkjulegar athafnir.

Altarisganga er kirkjuleg athöfn þar sem prestur útdeilir brauði og víni sem hefur verið helgað með innsetningarorðum. Rætur altarisgöngu eru í síðustu kvöldmáltíðinni. Þegar kirkjuyfirvöld fyrr á tímum meinuðu fólki  að ganga til altaris þá var talað um að það væri sett út af sakramentinu. Fólk þurfti að skrifta áður en það gekk til altaris.[1]

Altarissakramentið er annað af tveimur sakramentum þjóðkirkjunnar. Hitt er skírnin. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ólafsson, Skúli Sigurður (26. mars 2014). Altarisganga á Íslandi 1570 til 1720: fyrirkomulag og áhrif. ISBN 978-9935-9214-1-3.
  2. „Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?“. Vísindavefurinn. Sótt 13. september 2019.