Alpine F1 Lið
![]() | |
Fullt nafn | BWT Alpine Formula 1 Team[1] |
---|---|
Höfuðstöðvar | Enstone, Oxfordskíri, Englandi (Hönnun grindar og samsetning) Viry-Châtillon, Frakklandi (Vél 2021–2025) |
Forstöðumenn | Oliver Oakes[2] Philippe Krief (Æðsti framkvæmdastjóri)[3] |
Yfirmaður tæknimála | David Sanchez (Framkvæmdarstjóri tæknimála) Joe Burnell (verkfræði) David Wheater (loftmótsstaða) Ciaron Pilbeam (frammistaða)[4] |
Vefsíða | Opinber vefsíða |
Fyrra nafn | Renault F1 Team |
Formúla 1 2025 | |
Ökuþórar | ![]() 10. ![]() | 7.
Tilrauna ökuþórar | 43. ![]() ![]() ![]() ![]() |
Grind | A525 |
Vél | Renault |
Dekk | Pirelli |
Formúla 1 ferill | |
Fyrsta þáttaka | 2021 Bahrain Grand Prix |
Síðasta þáttaka | 2025 Chinese Grand Prix |
Fjöldi keppna | 92 (91 byrjanir) |
Vélar | Renault |
Heimsmeistari bílasmiða | 0 |
Heimsmeistari ökumanna | 0 |
Sigraðar keppnir | 1 |
Verðlaunapallar | 6 |
Stig | 513 |
Ráspólar | 0 |
Hröðustu hringir | 1 |
Sæti 2024 | 6. (65 stig) |
Alpine F1 liðið hefur verið keppa í Formúlu 1 síðan frá árinu 2021 sem heitir fullu nafni BWT Alpine F1 Team. Áður hét liðið Renault en er þó ennþá í eigu sama framleiðanda Renault Group.[8] Upphaf Alpine liðsins má rekja til ársins 1981 þegar Toleman liðið fór fyrst að keppa í Formúlu 1. Toleman liðið var í 5 ár í Formúlu 1 og var fyrsta liðið sem Ayrton Senna keyrði fyrir í Formúlu 1.[9] Benetton keypti síðan liðið af Toleman og keppti í Formúlu 1 frá árinu 1986 til ársins 2001. Benetton vann sína fyrstu keppni á sínu fyrsta ári þegar Gerhard Berger var liðsmaður liðsins. Benetton liðið gekk ágætlega fyrstu árin en síðan árið 1990 gerðist Flavio Briatore liðsstjóri liðsins. Þá fór liðinu á ganga mun betur sem þá var með Ford vélar og Nelson Piquet vann tvær keppnir fyrir liðið það árið. Michael Schumacher verður síðan ökumaður liðsins árið 1991 og keyrir fyrir liðið til ársins 1995. Schumacher varð tvisvar sinnum heimsmeistari þegar hann keyrði fyrir Benetton árið 1994 og 1995. Benetton varð heimsmeistari bílasmiðja árið 1995 og það varð þeirra eina skipti. [10]
Renault Group kaupir Benetton árið 2000 en liðið hélt sama nafni tímabilin 2000 og 2001.[11] Liðið breytir um nafn árið 2002 og hét þá Renault F1 lið(Renault F1 Team). Það keppti undir því nafni frá árunum 2002 til 2011. Liðið var tvisvar sinnum heimsmeistari bílasmiðja á þeim árum, árin 2005 og 2006. Fernando Alonso var heimsmeistari bæði árin sem þá keyrði fyrir liðið.[12]. Árið 2012 til 2015 hét liðið Lotus Renault GP þegar Lotus var aðalstyrktaraðili liðsins, árið 2016 til 2020 hét það Renault Sport F1 Lið (e. Renault Sport F1 Team).
Tími Alpine í Formúlu 1
[breyta | breyta frumkóða]Tímabilið 2021
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir Alpine árið 2021 keyrðu Fernando Alonso og Esteban Ocon fyrir liðið. Ökumennirnir voru nálægt hvorum öðrum í stigafjöldi í lok tímabils, Alonso endaði í 10. sæti í heimsmeistaramótinu með 84 stig meðan Ocon endaði í 11. sæti með 74 stig. Alonso komst einu sinni á verðlaunapall þegar hann lenti 3. sæti í Katar, Ocon vann eina keppni árinu sem var í Ungverjalandi sem var nokkuð óvænt úrslit.[13] Í heimsmeistaramóti bílasmiðja tók Alpine 5. sætið með 155 stig.

Tímabilið 2022
[breyta | breyta frumkóða]Eins og árið á undan keyrðu Alonso og Ocon fyrir liðið. Alpine tók 4. sætið í heimsmeistaramótinu. Ocon endaði í 8. sæti og Alonso í því níunda. BWT tók við sem aðalstyrktaraðili liðsins fyrir tímabilið og er en þeirra aðalstyrktaraðili.
Tímabilið 2023
[breyta | breyta frumkóða]Alonso fór yfir til Aston Martin fyrir tímabilið 2023. Alpine ætlaði að fá Oscar Piastri til að leysa hann af hólmi en hann skrifaði óvænt undir hjá McLaren. Þá voru góð ráð dýr, Alpine talaði við Pierre Gasly og fékk hann til þess að skipta yfir frá Alpha Tauri. Tímabilið bæði hjá Gasly og Ocon var mikið miðjumoð eins og fyrstu tvö árin hjá liðinu. Gasly endaði í 11. sæti í heimsmeistaramótinu meðan Ocon endaði í 12. sæti. Alpine tók 6. sætið í heimsmeistaramóti bílasmiðja.
Tímabilið 2024
[breyta | breyta frumkóða]Ocon og Gasly keyrðu báðir fyrir liðið eins og árið á undan. Tímabilið byrjaði hörmulega hjá Alpine og liðið skoraði ekki stig í fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Það var ekki fyrr en í Brasilíska kappakstrinum sem eitthvað fór að ganga hjá liðinu eftir uppfærslur. Besti árangur liðsins fram á því var 9. sæti í nokkrum keppnum frá ökumönnum liðsins. En það óvænta sem gerðist í Brasilíu var að bæði Ocon og Gasly enduðu á verðlaunapalli, Ocon í öðru sæti og Gasly í því þriðja eftir rigninga keppni. Gasly endaði tímabilið vel og náði í 10. sætið í heimsmeistaramótinu og meðan Ocon endaði í því fjórtánda. Alpine endaði í 6. sæti í heimsmeistaramóti bílasmiðja þrátt fyrir á útlitið var ekki gott um mitt tímabil.

.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Alpine sign water company BWT as F1 title sponsors“. Reuters. 11 febrúar 2022. Afrit af uppruna á 24. september 2022. Sótt 13 febrúar 2022.
- ↑ „Alpine announces Oakes as new F1 team principal“. Motorsport.com. 31 júlí 2024. Sótt 31 júlí 2024.
- ↑ „Krief replaces Rossi as CEO of Renault's Alpine brand“. Reuters. 21 júlí 2023. Afrit af uppruna á 20 júlí 2023. Sótt 8 febrúar 2024.
- ↑ „Alpine technical leads Harman and De Beer depart team following 'a period of disappointing results' as re-shuffle announced“. Formula1.com. 4. mars 2024. Sótt 4. mars 2024.
- ↑ „Doohan to race for Alpine in 2025 as F1 promotion confirmed“. Formula 1.com (enska). Afrit af uppruna á 9. september 2024. Sótt 23 ágúst 2024.
- ↑ Coch, Mat (23 nóvember 2024). „Doohan emulates idol with F1 race number“. Speedcafe.com (áströlsk enska). Afrit af uppruna á 23 nóvember 2024. Sótt 23 nóvember 2024.
- ↑ „Gasly commits future to Alpine after agreeing multi-year extension“. Formula 1.com (enska). Afrit af uppruna á 27 júní 2024. Sótt 27 júní 2024.
- ↑ „Renault út - Alpine inn“. MBL. 3. mars 2021. Sótt 25. desember 2024.
- ↑ Micallef, Catherine (14. júní 2022). „Discovering Formula One Team Origins: Alpine“. FormulaNerds. Sótt 25. desember 2024.
- ↑ Ruppert, James (4. október 2024). „Benetton Rebels of Formula 1“. Freecarmag. Sótt 25. desember 2024.
- ↑ Allievi, Pino (2006). Benetton formula 1 : a story. Skira. ISBN 9788876246036.
- ↑ Benson, Andrew (8. júlí 2020). „Fernando Alonso return to Formula 1 with Renault confirmed“. BBC. Sótt 25. desember 2024.
- ↑ „Ocon claims shock maiden victory in action-packed Hungarian Grand Prix, as Vettel disqualified from P2“. formula1.com. 1. ágúst 2021. Sótt 26. mars 2025.