Almenna verslunarfélagið
Útlit
Almenna verzlunarfjelagið (danska: Det almindelige handelskompagni) var stærsta verslunarfélag í Kaupmannahöfn á 18. öld og rak meðal annars verslun í Afríku og Vestur-Indíum. Almenna verzlunarfjelagið sá um verslun á Íslandi frá 1764-1774 (sjá einokunarverslun). Rekstur félagsins gekk örðuglega, þótt verslun í Norðurhöfum skilaði hagnaði, og endaði með því að konungur keypti öll hlutabréf þess árið 1774.