Allrahanda
Útlit
Allrahanda | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Allrahanda
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Pimenta dioica (L.) Merr. |
Allrahanda, negulpipar eða jamaíkupipar er krydd unnið úr óþroskuðum, þurrkuðum aldinum samnefnds trés af myrtuætt.
Kristófer Kólumbus flutti allrahanda kryddið til Spánar. Allrahanda var mikið notað fyrir seinni heimstyrjöldina en í styrjöldinni voru mörg trjánna höggvin niður og hefur framleiðslan aldrei komist aftur í fyrra horf. Helsta framleiðsluland allrahanda er Jamaíka en það er einnig framleitt í Gvatemala, Hondúras og Mexíkó.
Allrahanda er vanalega selt sem þurrkuð ber eða malað í duft.