Fara í innihald

Allrahanda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Allrahanda
Allrahanda
Allrahanda
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki
Fylking: Dulfrævingar
Flokkur: Tvíkímblöðungar
Ættbálkur: Dúnurtabálkur (Myrtales)
Ætt: Myrtuætt (Myrtaceae)
Ættkvísl: Pimenta
Tegund:
P. dioica

Tvínefni
Pimenta dioica
(L.) Merr.

Allrahanda, negulpipar eða jamaíkupipar er krydd unnið úr óþroskuðum, þurrkuðum aldinum samnefnds trés af myrtuætt.

Þurrkuð óþroskuð fræ eru ekki kryddblanda heldur þurrkaður ávöxtur af Pimenta dioica trénu. Fræin eru vanalega sólþurrkuð og við það verða þau brún og líta þá út eins og stór piparkorn.

Kristófer Kólumbus flutti allrahanda kryddið til Spánar. Allrahanda var mikið notað fyrir seinni heimstyrjöldina en í styrjöldinni voru mörg trjánna höggvin niður og hefur framleiðslan aldrei komist aftur í fyrra horf. Helsta framleiðsluland allrahanda er Jamaíka en það er einnig framleitt í Gvatemala, Hondúras og Mexíkó.

Allrahanda er vanalega selt sem þurrkuð ber eða malað í duft.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.