Allir teikna Múhameð dagurinn
Útlit
Allir teikna Múhameð dagurinn (enska: Everybody Draw Mohammed Day) var haldinn 20. maí 2010. Myndlistakonan Molly Norris, frá Seattle í Bandaríkjunum hvatti til þess í apríl árið 2010 að sem flestir teiknuðu myndir af Múhameð spámanni.
Molly Norris hvatti til þess að 20. maí ár hvert yrði helgaður gagnrýni á múhameðstrú á þennan hátt.
Ástæðan fyrir aðgerðum Molly Norris voru ofbeldishótanir múslima sem bárust Comedy Central, framleiðanda South Park teiknimyndaþáttanna. Í South Park þætti nr. 201 var vísað til Múhameðs, spámannsins í múhameðstrú, í formi bjarndýrs. Comedy Central klipptu í kjölfarið út myndskeið þar sem vísað var til Múhameðs.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Steve Almasy, After four years, American cartoonist Molly Norris still in hiding after drawing Prophet Mohammed, CNN, 2015