All England Lawn Tennis and Croquet Club

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útivellirnir í Wimbledon

All England Lawn Tennis and Croquet Club eða All England Club er enskur lokaður tennisklúbbur með höfuðstöðvar í Aorangi-garðinum í Wimbledon í London. Klúbburinn var upphaflega stofnaður sem krokkettklúbbur árið 1868 en bætti tennis við dagskrána 1876. Hann er þekktastur fyrir Wimbledon-mótið í tennis sem er elsta og þekktasta tennismót heims og það eina sem er enn leikið á grasvöllum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.