Algalíf
Algalíf er íslenskt líftæknifyrirtæki sem stofnað var árið 2012.[1] Það framleiðir náttúrulegt astaxanthín úr örþörungum. Efnið er einkum vinsælt í fæðubótaefni vegna margþættrar virkni en er einnig að einhverju leyti notað í snyrtivörur.[2] [3][4] Efnið hefur verið nokkuð rannsakað.[5]
Náttúlegt astaxanthín er efnið sem meðal annars gefur laxi rauðan lit. Það er nokkuð notað í laxeldi. Yfirgnæfandi meirihluti fiskeldisfyrirtækja í veröldinni notast þó við kemíska útgáfu af astaxanthíni[6] sem eingöngu er litarefni en hefur ekki sömu jákvæðu heilsufarslega áhrif og náttúrulegt astaxanthín.[7] Gervi (e.synthetic) astaxanthín er kemískt efni og unnið úr jarðolíu.[8]
Forstjóri Algalífs er Orri Björnsson, en hann hefur leitt uppbygginguna frá upphafi.[9] [10]
Fyrirtækið er staðsett að Bogatröð 10 á Ásbrú í Reykjanesbæ.[11] Starfsmenn eru rúmlega 50. Algalíf er stærsti framleiðandi á náttúrulegu astaxanthíni í Evrópu. Árið 2020 var tilkynnt um full fjármagnaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins. [12] Framleiðsla mun rúmlega þrefaldast út 1.500 kg af hreinu astaxanthíni í rúmlega 5.000 kg. Húsnæðið mun stækka úr 5.500 m² í 7.500 m²[13][14] og fjöldi starfa verða til, bæði tímabundin og varanleg.[15] Eftir stækkun verður Algalíf stærsti framleiðandi á náttúrlegu astaxanthíni í heimi. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2021[16] og verkið er komið vel á veg. Þegar er risið yfir 3.000 m² gróurhús og einnig rúmlega 3.000 m² stálgrindarhúsi.[17]
Langmest af framleiðslunni er seld sem hráefni til fyrirtækja víða um heim en Algalíf selur þó örlítið í neytendaumbúðum innanlands undir eigin vörumerki (Iceland Harvest) Geymt 7 febrúar 2005 í Wayback Machine og einnig er astaxanthín frá Algalíf í vörum annarra íslenskra framleiðenda.[18] Helstu markaðssvæðin eru í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.[19] Algalíf tekur árlega þátt í fjölmörgum vörusýningum. Markaðsstjóri Algalífs er Svavar Halldórsson.
Vörur Algalífs eru vottaðar kolefnishlutlausar[20] og fyrirtækið fylgir strangri umhverfisstefnu.[21] Fyrirtækið hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, m.a. sem besti framleiðandi á náttúrulegu astaxanthíni í heiminum árið 2021.[22][23][24][25] [26][27]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Algalíf Iceland ehf. (4908120670)“. Skatturinn - skattar og gjöld. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Ambati, Ranga Rao; Siew Moi, Phang; Ravi, Sarada; Aswathanarayana, Ravishankar Gokare (7. janúar 2014). „Astaxanthin: Sources, Extraction, Stability, Biological Activities and Its Commercial Applications—A Review“. Marine Drugs. 12 (1): 128–152. doi:10.3390/md12010128. ISSN 1660-3397. PMC 3917265. PMID 24402174.
- ↑ „ASTAXANTHIN: Overview, Uses, Side Effects, Precautions, Interactions, Dosing and Reviews“. www.webmd.com (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „7 Health Claims About Astaxanthin“. Healthline (enska). 23. október 2017. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Knowledge Center“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Demand is growing for natural astaxanthin for aquaculture feeds and this Hawaiian biotech company is poised to take advantage - Responsible Seafood Advocate“. Global Seafood Alliance (bandarísk enska). Sótt 25. október 2022.
- ↑ Bob Capelli, Debasis Bagchi, Gerald Cysewski (Desember 2013). „Synthetic astaxanthin is significantly inferior to algal-based astaxanthin as an antioxidant and may not be suitable as a human nutraceutical supplement“. https://www.researchgate.net/.
- ↑ Clark, Sarah. „Natural vs. Synthetic“. NAXA (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2022. Sótt 25. október 2022.
- ↑ „Morgunblaðið - Skoða sölu á Algalíf til Íslendinga“. www.mbl.is. Sótt 8. febrúar 2022.[óvirkur tengill]
- ↑ „Orri Björnsson: Unlocking the Powerful Health Benefits of Nature's Most Precious Resources & Nutrients“. CIO Look (bandarísk enska). 12. nóvember 2021. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Algalíf Iceland ehf“. Já.is. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Algalíf fær 4 milljarða fjárfestingu - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Algalíf á Ásbrú stækkar og meira en þrefaldar framleiðsluna - störfum fjölgar“. www.vf.is. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Fjögurra milljarða erlend fjárfesting í Algalíf“. www.frettabladid.is. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Hreiðarsson, Magnús Hlynur. „100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf - Vísir“. visir.is. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Skóflustunga tekin að nýju húsnæði Algalífs“. Auðlindin. 7. júní 2021. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Algalíf 25 milljarða virði?“. www.mbl.is. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Keynatura Íslenskt Astaxanthin 4mg, 30 dagskammtar (60 töflur)“. heilsuhusid.is. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Morgunblaðið - Algalíf 50 milljarða virði 2026?“. www.mbl.is. Sótt 8. febrúar 2022.[óvirkur tengill]
- ↑ „Algalíf vottað kolefnishlutlaust - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Algalif is one of the most sustainable companies in its field worldwide“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Adzo, Kossi (13. febrúar 2021). „Algalíf - The Company Where Sustainability is a Way of Life“ (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Awards“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ www.startupcity.com https://www.startupcity.com/magazines/November2021/BioTech_Europe/?digitalmagazine#page=20. Sótt 8. febrúar 2022.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ „Algalif - The CXO Fortune“ (bandarísk enska). 5. ágúst 2021. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Algalif - Iceland 2021“. GHP News (bresk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Biotechnology Awards 2021“. www.ghp-news.com. Sótt 8. febrúar 2022.