Algín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Algín eða algínsýra er anjónísk fjölsykra sem er í frumuveggjum brúnþörunga þar sem það myndar náttúrulegt gúmmí með því að binda vatn. Það getur bundið 200-300 sinnum þyngd sína af vatni. Mest algín á markaði er unnið úr þarategundum eins og risaþara, klóþangi og beltisþara.

Algín er mikið notað sem þykkingarefni og ýruefni í lyfja- og matvælaiðnaðinum.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.