Fara í innihald

Alfreð Clausen - Hvar ertu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfreð Clausen syngur Hvar ertu?
Bakhlið
IM 39
FlytjandiAlfreð Clausen, Aage Lorange, Þorvaldur Steingrímsson, Paul Bernburg
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Alfreð Clausen syngur Hvar ertu? er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Alfreð Clausen lögin Hvar ertu og Í faðmi Dalsins með tríó Aage Lorange. Með Aage spila Þorvaldur Steingrímsson og Paul Bernburg. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

  1. Hvar ertu? - Lag - texti: Oliver Guðmundsson – Runólfur Stefánsson
  2. Í faðmi dalsins - Lag - texti: Bjarni Gíslason - Guðmundur Þórðarson - Hljóðdæmi

Í faðmi dalsins

[breyta | breyta frumkóða]

Lagið Í faðmi dalsins hlaut 3. verðlaun í danslagakeppni SKT, í flokknum „Nýju dansarnir”, árið 1953.

Söngvarinn

[breyta | breyta frumkóða]
Alfreð Clausen söng mörg vinsæl lög inn á plötur fyrir Íslenzka tóna.