Alfreð Clausen - Ágústnótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alfreð Clausen - Ágústnótt
Forsíða Alfreð Clausen - Ágústnótt

Bakhlið Alfreð Clausen - Ágústnótt
Bakhlið

Gerð 78-snúninga hljómplata
Flytjandi Alfreð Clausen, Josef Felzmann, Carl Billich, Óli G. Þórhallsson, Jóhannes Eggertsson
Gefin út 1953
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenskir tónar

Alfreð Clausen - Ágústnótt er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Alfreð Clausen lögin Ágústnótt og Vökudraumur með hljómsveit Josef Felzmann. Í hljómsveitinni voru auk Josef, Carl Billich, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Jóhannes Eggertsson. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ágústnótt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson - Árni úr Eyjum - Hljóðdæmi 
  2. Vökudraumur - Lag og texti: Jenni Jónsson - Hljóðdæmi 

Lögin[breyta | breyta frumkóða]

Lag Oddgeirs Kristjánssonar Ágústnótt er samið árið 1937. Það náði strax vinsældum sem þjóðhátíðarlag, en það var ekki fyrr en 1952, að lagið var gefið út á prenti. Í ritgerð Hafsteins Þórólfssonar um tónsmíðar Oddgeirs segir að lagið sé elsta þjóðhátíðarlagið sem reglulega sé sungið enn í dag.[1] Líklegt má telja að flutningur Alfreðs Clausen og hljómsveitar Josef Felzmann hafi aukið enn á vinsældir og útbreiðslu lagsins á sínum tíma.

Lag Jenna Jónssonar Vökudraumur fékk góðar undirtektir, þó það yrði ekki eins langlíft og Ágústnótt. Lagið fékk viðurkenningu í danslagakeppni SKT 1953 í flokknum „Nýju dansarnir”.[2]

Ágústnótt[breyta | breyta frumkóða]

Undurfagra ævintýr,
ágústnóttin hljóð,
um þig syngur æskan hýr
öll sín bestu ljóð.
Ljósin kvikna brennur bál,
bjarma slær á grund.
Ennþá fagnar sérhver sál
sælum endurfund.
Glitrandi víf og vín
veita mér stundar frið.
Hlæjandi ljúfa líf,
ljáðu mér ennþá bið.
Undurfagra ævintýr,
ágústnóttin hljóð,
hjá þér ljómar ljúf og hýr
lífsins töfraglóð.

Ljóð: Árni úr Eyjum

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hafsteinn Þórólfsson. „Oddgeir Kristjánsson. Þróun tónsmíða hans í samhengi við Þjóðhátíð Vestmannaeyja og lífshlaup hans.” Ritgerð í tónlistardeild Listaháskóla Íslands, 2011, bls. 23.
  2. Útvarpstíðindi, 1. maí 1953, bls. 13.