Alexandria Ocasio-Cortez
Alexandria Ocasio-Cortez | |
---|---|
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 14. kjördæmi New York-fylkis | |
Núverandi | |
Tók við embætti 3. janúar 2019 | |
Forveri | Joe Crowley |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 13. október 1989 New York-borg, New York, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Riley Roberts (2014–) |
Háskóli | Boston-háskóli |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Alexandria Ocasio-Cortez (f. 13. október 1989) er bandarískur stjórnmálamaður og aðgerðasinni.[1][2] Hún er meðlimur í Demókrataflokknum og hefur setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir 14. kjördæmi New York-fylkis frá 3. janúar árið 2019. Hún er yngsta kona sem náð hefur kjöri á Bandaríkjaþing.[3]
Alexandria Ocasio-Cortez er fædd í Bronx-hverfinu í New York. Faðir hennar er ættaður frá Púertó Ríkó og móðir hennar fædd þar. Ocasio-Cortez útskrifaðist úr Boston-háskóla með bakkalársgráðu í alþjóðasamskiptum með hagfræði sem aukagrein.[4]
Ocasio-Cortez vakti athygli um öll Bandaríkin þann 26. júní árið 2018 þegar hún vann, öllum að óvörum, forkjör Demókrataflokksins fyrir 14. kjördæmið í New York á móti sitjandi þingmanninum og þingflokksleiðtoganum Joe Crowley. Crowley hafði setið á þinginu í tíu kjörtímabil og fáum kom til hugar að hann ætti endurkjör ekki víst. Raunar hafði hann ekki haft fyrir því að mæta í kappræður fyrir forkosninguna á móti Ocasio-Cortez.[5][6][7][8][9] Í þingkosningunum þann 6. nóvember 2018 sigraði Ocasio-Cortez mótframbjóðanda sinn úr Repúblikanaflokknum, Anthony Pappas, og tók sæti á fulltrúadeild Bandaríkjaþings í janúar næsta ár.
Ocasio-Cortez er meðlimur í samtökum Sósíaldemókrata Bandaríkjanna og hefur talað fyrir vinstrisinnuðum stefnumálum eins og almennri heilbrigðisþjónustu, fæðingarorlofum, háskólamenntun fyrir allar stéttir, hærri skatta á þá ofurríku og endurskipulagningu á réttarkerfinu.[4]
Ásamt þremur flokkssystrum sínum myndar Ocasio-Cortez hóp róttækra, hörundsdökkra þingkvenna á fulltrúadeildinni sem kallaður hefur verið „sveitin“ (e. The Squad) í fjölmiðlaumfjöllun.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ T.A. Frank (27. júlí 2018). „What the Left's Next Socialist Superstar Learned from Trump“ (enska). Vanity Fair. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júlí 2018. Sótt 1. febrúar 2019.
- ↑ Abigail Hess (8. nóvember 2018). „Youngest woman elected to Congress Alexandria Ocasio-Cortez can't afford an apartment in D.C.“. CNBC. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. nóvember 2018. Sótt 1. febrúar 2019.
- ↑ „Ocasio-Cortez to be youngest woman ever elected to Congress“ (enska). CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. nóvember 2018. Sótt 1. febrúar 2019.
- ↑ 4,0 4,1 „Leggur til háa skatta á þá ofurríku“. mbl.is. 7. janúar 2019. Sótt 1. febrúar 2019.
- ↑ Tim Murphy. „A progressive insurgent just pulled off the biggest Democratic primary upset in years“. Mother Jones. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2018. Sótt 1. febrúar 2019.
- ↑ Gregory Krieg (27. júní 2018). „A 28-year-old Democratic Socialist just ousted a powerful, 10-term congressman in New York“. CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2018. Sótt 1. febrúar 2019.
- ↑ Dan Merica (27. júní 2018). „The biggest night so far for progressives and other takeaways from Tuesday night's primaries“. CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2018. Sótt 1. febrúar 2019.
- ↑ Gideon Resnick (27. júní 2018). „Young Progressive Alexandria Ocasio-Cortez Topples Old Boss Joe Crowley in Democratic Primary Shocker“. The Daily Beast. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2018. Sótt 1. febrúar 2019. „In one of the most shocking upsets in recent political history...“
- ↑ Alex Seitz-Wald (26. júní 2018). „High-ranking Democrat ousted in stunning primary loss to newcomer Alexandria Ocasio-Cortez“. NBC News. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2018. Sótt 1. febrúar 2019.