Aldinbori

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aldinbori
Feldmaikäfer (Melolontha melolontha) w 4.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Ætt: Ýfilbjöllur (Scarabaeidae)
Ættkvísl: Melolontha
Tegundir

M. melolontha (Linnaeus, 1758)
M. hippocastani Fabricius, 1801
M. pectoralis Germar, 1824

Melolontha melolontha

Aldinbori eða aldinborri (fræðiheiti: Melolontha melolontha) (ensku: cockchafer) er bjalla af ýflaætt og undirætt aldinbora.

Aldinborinn er svartur á höfði og frambol með rauðbrúna þekjuvængi og karldýrið með stóra, blævængslaga fálmara. Aldinborinn nærist á trjálaufi en lirfurnar lifa í jarðvegi og verða fullþroska á fjórum árum. Aldinborar valda oft miklu tjóni með því að naga rætur nytjaplantna. Hann er algengur í Evrópu og verður allt að 3 cm á lengd og fer um í rökkri með miklum vængjadrunum.


Wikilífverur eru með efni sem tengist
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi liðdýragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.