Fara í innihald

Árþúsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aldatugur)

Árþúsund eða þúsöld (einnig kallað stóröld, aldatugur eða tíöld) er tímabil sem nær yfir 1000 ár .

Saga orðsins

[breyta | breyta frumkóða]

Orðið árþúsund er ekki ýkja gamalt í íslensku, og talið að íslendingar hafi fengið það að láni úr dönsku (årtusind) um miðja 19. öld. Tveimur árum fyrir aldamótin 2000 hófst óopinber leit að íslensku orði sem gæti verið þýðing á enska orðinu millenium. Í greinaþætti Gísla Jónssonar, sem nefndist Íslenskt mál, og birtist í Morgunblaðinu í mörg ár, komu fram orðin þúsöld, en einnig tíöld, aldatugur og stóröld. Helgi Hálfdánarson stakk upp á orðinu stóröld, og var Gísli hrifnastur af því orði af þeim sem fram höfðu komið. [1] En þúsöld virtist hafa vinningin, enda var það almennt notað. Orðið árþúsund er þó enn sem komið það orð sem flestir kannast við sem orð yfir þúsund ár.

Orðið þúsöld

[breyta | breyta frumkóða]

Orðið þúsöld er mjög ungt í málinu, og fer í raun ekki að sjást á prenti fyrr en árið 1999, og þá sem þýðing á enska orðinu millenium. Forskeytið þús- eins og í þúsund, þýðir í raun eitthvað stórt, og er líklega skylt orðinu þjós = kjötflykki. Þannig merkir orðið þúsund: stóra hundraðið. Þúsöld þýðir því stóra öldin, þ.e.a.s. 1000 ár.

Tímaeiningar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.timarit.is/?issueID=439499&pageSelected=29&lang=0