Alda Karen Hjaltalín
Útlit
Alda Karen Ólafsdóttir Hjaltalín er íslenskur ráðgjafi og fyrirlesari. Alda var sölu- og markaðsstjóri hjá Saga Film og seinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu Ghostlamp þar sem hún er enn hluthafi hjá fyrirtækinu. Hún starfar nú við persónulega ráðgjöf og að þjónusta fyrirtæki við sölu og markaðssetningu. Hún vann með unglingum í svokallaðri hugræktunarstöð sem er andleg heilsurækt. Alda Karen er fyrirlesari og hefur haldið erindi í Eldborg og Laugardalshöll fyrir fullum sal.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ég er nóg eins og ég er Fréttablaðið, skoðað, 17. janúar, 2018.