Andleg heilsa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andleg heilsa (e. mental health) er hugtak, sem öðru fremur er notað til að lýsa því hvernig fólki líður, hvort það getur hugsað eðlilega eða rökrétt og hversu vel það er til þess fallið að takast á við atburði í lífi sínu. Ákjósanlegt telst að hafa fullkomna heilsu, hvort sem hún er andleg eða líkamleg. En talið er að enginn einstaklingur búi alltaf við fullkomna andlega heilsu allt sitt líf. Einstaklingurinn er hluti af umhverfi sínu og hann hefur langt í frá stjórn á öllu því sem þar gerist. Þegar á móti blæs eru auknar líkur þess að hann upplifi streitu, s.s. þegar honum finnst hann ekki hafa stjórn á því sem er að gerast í lífi hans.